143. löggjafarþing — 27. fundur,  27. nóv. 2013.

niðurskurður í framhaldsskólum í Hafnarfirði.

[15:38]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegi forseti. Því er til að dreifa að þegar teknar eru ákvarðanir um fjárframlög til einstakra skóla er það gert á grundvelli almennra sjónarmiða, líkans sem er byggt upp og smíðað til að tryggja jafna dreifingu og að dreifingin milli skólastofnana sé, eins og ég segi, fyrir fram gefin og á málefnalegum forsendum. Ekki er tekin ákvörðun um einstaka skóla og fjárveitingar til þeirra. Það verður að vera samhengi í þessu þannig að kerfið sé sæmilega réttlátt. Ekki er þar með sagt að búið sé að finna upp hina eina sönnu reikniformúlu en þetta er sú formúla sem unnið er eftir. Hún er auðvitað til stöðugrar endurskoðunar.

Síðan er annað hvaðan fjármunir koma til verkefnisins. Enn og aftur, til reksturs framhaldsskólastigsins eru veittir sömu fjármunir og var gert síðast, verðbættir. Síðan er það á grundvelli þeirrar reikniformúlu sem þeim fjármunum sem til skólanna verður varið er dreift. Einstakir skólar eru ekki teknir út og fjármunir veittir til þeirra sérstaklega.