143. löggjafarþing — 27. fundur,  27. nóv. 2013.

virðisaukaskattur.

166. mál
[17:13]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hv. flutningsmann þessarar tillögu, Kristján L. Möller, hvort honum finnist það alveg tímabært að fara að eyða dýrmætum gjaldeyri í dýrar varmadælur á meðan við erum með svona mikið af umframorku í orkukerfinu. Eigum við ekki frekar að auka niðurgreiðslur á rafmagni til þessara köldu svæða og bæta þeim það þannig upp? Eigum við ekki að fara að hugsa það þannig að kaupa ekki óþarfabúnað ef við getum bætt ástandið með innlendri orku?