143. löggjafarþing — 28. fundur,  28. nóv. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[11:45]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Já, þá skil ég þetta sem sagt svo að þessum verðbótarþætti hafi þá verið dreift til lengri tíma. Ég held að það hljóti að vera þannig. Í stað þess að gjaldfella hann núna þá hafi honum verið dreift til lengri tíma. Er þetta gert í samráði við Seðlabankann? Er Seðlabankinn búinn að samþykkja þá breytingu á skuldabréfinu eða er þetta ordra dagsins úr hæstv. fjármálaráðuneyti?