143. löggjafarþing — 29. fundur,  29. nóv. 2013.

hækkanir ýmissa gjalda ríkisins.

[10:40]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Það er mikilvægt að halda því til haga að sveitarfélögin eru ekki að lækka gjaldskrár sínar en það eru nokkur dæmi um að sveitarfélög hafi hætt við fyrirhugaðar hækkanir sem hefðu rýrt kaupmátt heimilanna í þeim sveitarfélögum töluvert, a.m.k. í sumum tilvikum.

Hvað varðar fjárlögin og þær breytingar sem þar eru gerðar auka þær á heildina litið kaupmátt heimilanna. Ólíkt því sem gerðist hér hvað eftir annað með fjárlög á síðasta kjörtímabili eru heildaráhrif þessara fjárlaga þau að kaupmáttur heimilanna eykst. Í því liggur munurinn á því sem hv. þingmaður spyr um, á fyrirhuguðum hækkunum sveitarfélaganna sem hefðu leitt til kaupmáttarrýrnunar og á fjárlagafrumvarpinu sem leiðir til kaupmáttaraukningar.