143. löggjafarþing — 29. fundur,  29. nóv. 2013.

málefni heilsugæslunnar.

[10:48]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Ég skil hann sem sagt rétt, það er ekki ætlunin að bæta heilsugæslunni á Akureyri stöðuna heldur einungis Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þrátt fyrir þennan þjónustusamning. Talað er um og Akureyrarbær hefur sagt að það muni yfir 90 milljónum á ári á milli heilsugæsluhlutans þar versus höfuðborgarsvæði og um 25% íbúa eru ekki með heimilislækni þar eins og víða annars staðar þar sem hlutfallið er stórt, því miður.

Auðvitað spyr maður: Hvernig ætlar ráðherra að sjá til þess að áframhaldandi fagleg þjónusta sé fullfjármögnuð á þessum stöðum? Eru komnar einhverjar hugmyndir í farvatnið? Er stefnumótunin sem búið er að boða í heilbrigðismálum, m.a. í umdæmunum, fullfjármögnuð í komandi fjárlögum að mati ráðherra?