143. löggjafarþing — 29. fundur,  29. nóv. 2013.

málefni heilsugæslunnar.

[10:49]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Það er rétt, bæjarstjórinn á Akureyri hefur haldið því fram að starfsemin á Heilsugæslustöðinni á Akureyri sé undirfjármögnuð. Ég tek undir sjónarmið í þeim efnum. Ég minni hins vegar á að hallinn á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er ekki nýtilkomin. Hann er 350 milljónir og hefur verið það í tvö eða þrjú ár og aldrei hefur verið tekið á því í fjáraukalögum. Við erum að reyna að þreifa okkur inn á það núna í þeim skilaboðum sem fjármálaráðherra flutti hér að taka á þessum uppsafnaða halla og við byrjum á stærstu viðfangsefnunum sem stjórnvöld hafa ekki treyst sér til að afgreiða hingað til, þ.e. landspítalahallanum upp á 2,8–2,9 milljarða kr., sem menn hafa velt á undan sér ár eftir ár eftir ár, og 350 millj. kr. halla á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem menn hafa sömuleiðis velt á undan sér. Við ætlum að nálgast þetta svona og ég segi á þessari stundu: Við munum ekki leysa hvers manns vanda í einu vetfangi. Það er hins vegar alveg augljóst að viðvarandi (Forseti hringir.) hallarekstur heilbrigðisþjónustu, eins og uppgjör fyrstu níu mánaða ársins sýnir, gefur okkur tilefni til þess að taka betur á við fjárlagagerð ársins 2014 en (Forseti hringir.)