143. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2013.

kynning á tillögum ríkisstjórnarinnar fyrir stjórnarandstöðuna.

[15:17]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill vekja athygli á því, m.a. að gefnu tilefni með síðustu ræðu, að bæði hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra og hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa nefnt að það sé meira en sjálfsagt að slík kynning fari fram. Það er auðvitað ljóst mál að hún getur ekki úr þessu hafa farið fram á laugardaginn, en fyrir liggur að það er vilji forustumanna ríkisstjórnarflokkanna að þessi kynning fari fram. Eftir því var kallað hér og forseti telur þess vegna að við þeirri ósk hafi sannarlega verið brugðist.