143. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2013.

kynning á tillögum ríkisstjórnarinnar fyrir stjórnarandstöðuna.

[15:25]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hún er eiginlega með ólíkindum, þessi uppákoma hér ef svo má segja. Ég hélt að allir sem horfðu á þessa miklu og flottu útsendingu og með miklum fréttum sem var á laugardaginn — að það byggjust allir við að nánar yrði farið í þetta hér í þingsal, að við fengjum t.d. að vita, eins og hér hefur komið fram, að ýmis þingmál fylgja í kjölfarið og eitthvað svoleiðis. Hvaða þingmál eru það? Er þetta bara nóg, þessi laugardagsfundur? Skiptum við engu máli hér? Er það ekki þingið sem á að fjalla um þessi mál? Finnst hæstv. ríkisstjórn það kannski engu máli skipta hvort þetta er kynnt fyrir þinginu?

Ég segi nú eins og amma hv. þm. Svandísar Svavarsdóttur, ég held að þetta sé einhver misskilningur hjá ríkisstjórninni.