143. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2013.

kynning á tillögum ríkisstjórnarinnar fyrir stjórnarandstöðuna.

[15:33]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Nú háttar svo til að samkvæmt þingsköpum hefur hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra ekki tækifæri til að tala oftar í þessari umræðu, undir liðnum um fundarstjórn forseta. Forseti vill vekja athygli á því, sem hann hefur áður nefnt, að við því hefur verið brugðist af hálfu beggja stjórnarflokka að slík kynning, sem hv. þingmaður kallar eftir, fari fram í þingflokkum stjórnarandstöðuflokkanna. Er sannarlega vel að þessi niðurstaða er orðin hér af ítrekuðum óskum og síðan ítrekuðum yfirlýsingum af hálfu ríkisstjórnarinnar um að slík kynning fari fram.