143. löggjafarþing — 31. fundur,  3. des. 2013.

Neytendastofa og talsmaður neytenda.

94. mál
[15:08]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég mun greiða atkvæði með tillögunni. Ég lét bóka á nefndarfundi, ásamt hv. þingmönnum Svandísi Svavarsdóttur, Guðbjarti Hannessyni og Páli Val Björnssyni, að ég hefði tekið eftir því að ekki hefðu algjörlega öll hlutverk talsmanns neytenda verið flutt enn þá, en við treystum því að það sé liður í heildarendurskoðun málaflokksins.