143. löggjafarþing — 31. fundur,  3. des. 2013.

Neytendastofa og talsmaður neytenda.

94. mál
[15:09]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég fagna því að við erum komin hingað með þetta mál í lok 3. umr. og atkvæðagreiðslu. Um þetta hefur verið gott samstarf í allsherjar- og menntamálanefnd og vil ég nota tækifærið og þakka nefndarmönnum fyrir það fína samstarf og þá góðu vinnu sem þar átti sér stað. Menn voru samstiga í því að standa að nefndaráliti um þetta mál og ég vonast til að málið fái mikinn stuðning hér í dag.