143. löggjafarþing — 31. fundur,  3. des. 2013.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 181/2012 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn.

74. mál
[17:32]
Horfa

Frsm. meiri hluta utanrmn. (Vilhjálmur Bjarnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við skulum óska þess að íslensk yfirvöld og evrópsk yfirvöld gæti meðalhófs þegar tilskipunin verður innleidd og að neytendur verði látnir njóta vafans í þessu máli. Ég held að ágætt sé að undirstrika að neytendur eiga líka rétt á skilum á vöru sem ekki uppfyllir þær lýsingar sem um er að ræða og um það fjallar tilskipunin. Það er ekki verið að vega að þessari ágætu framtakssemi ungmenna. Ég vil segja að mörg ungmenni hafa lært kapítalisma með húsgöngusölu og ég vona að sú ræktun fari fram áfram.