143. löggjafarþing — 32. fundur,  4. des. 2013.

dómstólar.

201. mál
[17:08]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Páll Valur Björnsson) (Bf):

Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir nefndaráliti frá allsherjar- og menntamálanefnd um frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla, nr. 15/1998, með síðari breytingum, um leyfi dómara.

Nefndin hefur fjallað um málið og telur mikilvægt að það nái fram að ganga svo mögulegt verði að veita héraðsdómara leyfi frá störfum til lengri tíma en eins árs.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Hv. þingmenn Elsa Lára Arnardóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Vilhjálmur Árnason, voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir álitið skrifa hv. þingmenn Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður, Páll Valur Björnsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Guðbjartur Hannesson og Svandís Svavarsdóttir.