143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

bætur vegna kynferðisbrota í Landakotsskóla.

[14:32]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. menntamálaráðherra fyrir þessi viðbrögð. Við erum sammála um að þær bætur sem kaþólska kirkjan býður geti aldrei flokkast undir neitt sem kennt er við sanngirni. Ég er líka sammála hæstv. menntamálaráðherra um að hið rétta í stöðunni væri að kaþólska kirkjan endurskoðaði afstöðu sína. Það væri hið rétta í þessari stöðu. En ég fagna því að hæstv. menntamálaráðherra er reiðubúinn að taka málið til skoðunar því að ég heyri þann tón hjá honum að eðlilegt sé að börn á Íslandi sitji við sama borð hvað þetta varðar.

Ég geri mér grein fyrir því að hér voru engar skuldbindingar gefnar en mér finnst gott að heyra að málið eigi að fara í skoðun.