143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[16:36]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Málið er að taka á sig mjög undarlega mynd þegar getgátur, eins og hæstv. forsætisráðherra kallar umræðu hæstv. fjármálaráðherra í fjölmiðlum, eru núna staðfestar sem minnisblað sem hafi borist frá ríkisstjórn Íslands og þar með ríkisstjórn hæstv. forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Staðan er orðin dálítið undarleg ef sá pappír og það sem á honum stendur og hefur væntanlega verið ritað undir í fullu umboði hæstv. forsætisráðherra — að á síðari stigum kalli sá hinn sami forsætisráðherra það sem kemur fram á pappírnum getgátur.

Þá er ekki lengur hver höndin upp á móti annarri í ríkisstjórnarliðinu heldur er það orðið þannig að hvor höndin er upp á móti hinni á einum og sama forsætisráðherranum.