143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[16:45]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alla vega misskilningur að hægt hafi verið að ljúka þessu máli eitthvað fyrr. Já, það er ljóst að verkferlum og vinnubrögðum hefur verið breytt, það var gert strax í framhaldi af því að þetta mál kom upp. Ríkisendurskoðun gerði ákveðnar athugasemdir, ekki var talað um að eitthvað væri ámælisvert eða neitt slíkt heldur gerðar ákveðnar athugasemdir við verkferla og þess háttar og því hefur verið breytt.