143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[16:46]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Svo að það valdi nú engum misskilningi okkar á milli, mín og hæstv. utanríkisráðherra, þá væri ánægjulegt ef hann gerði betur efnislega grein fyrir því í hverju þessi breyting fólst. Það að því hafi verið breytt dugar illa úr munni ráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, því miður. Það er nú orðinn sá háttur á að menn segi eitt í dag og annað á morgun. Það væri því ánægjulegt ef hæstv. ráðherra gerði betur grein fyrir því hvað í verkferlunum var þess eðlis að fara þyrfti betur yfir það og hvernig þær breytingar voru sem hæstv. ráðherra nefnir hér.