143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[18:21]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Það er svo sem ekkert meira um þetta að segja annað en að ég er sammála. Þetta ætti að koma inn á næsta ári.

Þetta er ekki eina tilfellið þar sem ekki er búið að nýta fjárveitinguna. Ég tók nokkur dæmi áðan, til dæmis um þær 15,5 milljónir frá hæstv. forsætisráðherra sem á að nota á næsta ári. Það eru nokkuð mörg þannig dæmi.