143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[18:24]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir hittir algerlega naglann á höfuðið. Ég held að verið sé að vanáætla af því að við reddum þessu hvort eð er í fjáraukanum. Það höfum við alltaf gert. Núna eru nokkrir liðir í fjárlagafrumvarpinu sem við vitum og sjáum að eru vanáætlaðir, t.d. munu framhaldsskólar ekki geta nýtt það fé sem þeir fá á næsta ári bæði til þess að greiða niður halla sem búið er að safna upp og standast fjárlög. Þetta er áhyggjuefni og eins og hv. þingmaður segir, þetta á við um fyrri ríkisstjórnir og komandi eflaust líka.