143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[18:29]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi síðasta atriðið er það kannski eitthvað sem kemur inn á fjárlög 2014 og er nokkuð sem minni hlutinn hefur verið að spyrjast fyrir um, hvort verið sé að færa vandann frá ríki til jafnvel sveitarfélaga ef skorið er mikið niður í vinnutengdum aðgerðum.

Hv. þingmaður spurði líka um Stjórnarráðið og við bendum á að allir þurfa að líta í eigin barm, líka ríkisstjórnin og það á jafnvel líka við um Alþingi sem hefur verið rekið með halla og rannsóknarnefndirnar sem Alþingi ber ábyrgð á. Það eru mjög margir sem þurfa að líta í eigin barm og við erum ekkert undanskilin því hér. Ég viðurkenni að ég hefði líka viljað sjá meira aðhald hjá ríkisstjórninni þó ekki væri nema bara af prinsippástæðum.