143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[23:08]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég sagði áðan og byrjaði ræðu mína á því að í þau skipti sem ég hef komið inn hér sem varaþingmaður og tekið þátt í eða setið undir umræðum um fjárlög, fjáraukalög o.s.frv. hefur gjarnan þurrkast úr salnum og oft aðeins örfáir sem sitja inni og þá ósjaldan fjárlaganefndarmenn. Það hefur svolítið vantað upp á í dag að hér hafi setið fjárlaganefndarmenn, það hafa verið stöku skipti á stangli og í stutta stund. Ég man þegar þeir sem núna sitja ríkisstjórnarmegin við borðið kölluðu ítrekað eftir því að þetta fólk væri í salnum ef það brá sér frá. Það ætti því væntanlega ekki að koma þeim á óvart að við gerum kröfu um að þeir mæti óskum okkar um að sitja hér, hlusta á og (Forseti hringir.) taka þátt í þeim umræðum sem eiga sér stað.