143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

dagskrá fundarins og afgreiðsla mála fyrir jól.

[15:40]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vil byrja á að þakka forseta fyrir ágæta fundarstjórn undanfarna daga. Hann hefur sýnt að hann virðir það hlutverk sitt að leyfa þingmönnum að tjá hug sinn. Mig langar til að biðja hann, þann sanngjarna mann, að endurskoða áætlunina um dagskrána í dag. Ég þykist þess fullviss að þau tvö frumvörp sem hv. þm. Helgi Hjörvar nefndi áðan gætu verið afgreidd hér til nefndar á svona klukkutíma. Ég las í fréttum að þau ættu að fá flýtimeðferð í þinginu og það yrði sannkölluð flýtimeðferð ef þetta yrði bara gert kvissbang. Í þingsályktunartillögu sem við samþykktum í vor um skuldaleiðréttingar til heimilanna átti að minnsta kosti seinna frumvarpið, sem er um greiðslu tryggingagjalds vegna gjaldþrotaskipta, að liggja fyrir í september. Nú er kominn miður desember og þetta kemur hér fram þannig að mér finnst upplagt að (Forseti hringir.) biðja hæstv. forseta að endurskoða dagskrána núna.