143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

lengd þingfundar.

[15:51]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna að ég er nokkuð hrærður við að hlusta á þessi orð. Ég átti ekki von á því að þessir hv. þingmenn söknuðu mín svona eins og komið hefur fram, er komið í þingskjöl og verður væntanlega varðveitt í þingsögunni. Ég man eftir svipuðum tíma fyrir nákvæmlega ári og ég saknaði þá þessara hv. þingmanna.

Ég tók þátt í umræðunni í gær, augljóslega samt ekki nógu mikið þannig að ég skal bara upplýsa það að hv. þingmenn þurfa ekki að sakna mín í kvöld, ég verð hér og kannski einhverjir fleiri. Ég er mjög ánægður með að hv. þingmenn skuli taka upp það sem við lögðum upp með í nefndaráliti meiri hlutans. Það segir okkur að hv. þingmenn hafa lesið það og tekið mark á því og við erum bara sammála því sem þar kemur fram. Þessi samstaða er líka nokkuð sem við hljótum að fagna, virðulegi forseti. [Háreysti í þingsal.]