143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

lengd þingfundar.

[16:07]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Jafnréttisbaráttan stendur enn yfir. Konur í valdastöðum hafa hingað til oft rekið sig á það að karlmenn í valdastöðum sýna þeim lítilsvirðingu. Við urðum vitni að því áðan þegar formaður Samfylkingarinnar sýndi sitt rétta eðli með því að lýsa því yfir að formaður fjárlaganefndar, sem er kona, væri líkamlega viðstödd hér í salnum, og það væri mjög skemmtilegt, en ýjaði að því að hún væri andlega fjarverandi. Þetta finnst mér ekki par fínt og vek athygli á því að Samfylkingin er hér að sýna — ætli þetta sé hið rétta andlit Samfylkingarinnar?