143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[17:24]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Stutta svarið er já. Lengra svarið er að þegar kemur að fjarskiptasjóði og nettengingu úti á landi þá finnst mér það óhjákvæmilega svolítið eins og að skilja fólk eftir símalaust eða — ég ætla ekki að segja vatnslaust kannski en símalaust og jafnvel rafmagnslaust þegar það er netlaust eða með það lélega tengingu að það geti ekki gert það sem það þarf að gera. Í stuttu máli, já, ég mun styðja það heils hugar og bara þakka fyrir það.