143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[20:16]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langar að nota tækifærið, af því að ræðumaður er fyrrverandi fjármálaráðherra, til að spyrja um meðferð á afgreiðslum ríkisstjórnar fyrir kosningar. Ég er hér með minnisblað sem lagt var fram 23. apríl 2013 þar sem vitnað er í umfjöllun um stöðuna á Landspítalanum. Sú umfjöllun var 23. janúar á þessu ári. Þar er lögð fram ósk frá velferðarráðuneytinu um að það fengi heimild til að ráðstafa hærri upphæðum í fjárlögum. Síðan er þetta lagt fyrir þarna 23. apríl með nákvæmri sundurgreiningu á því hvar hefði orðið kostnaðarauki samanborið við janúar árið 2012. Þar er allt upp í 40–50% aukin yfirvinna, opnun á deildum, fjöldi leguplássa á göngum og öðru slíku. Þetta er svo afgreitt í ríkisstjórninni til fjáraukalaga (Forseti hringir.) á þessum degi og ég veit að hv. þingmaður hefur skoðanir á því hvernig (Forseti hringir.) hefði átt að fara með þetta mál ef menn hefðu ætlað að hafna því. Mig langar aðeins (Forseti hringir.) að það verði staðfest í ræðustól.