143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[21:38]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er hjartanlega sammála því sem hér kemur fram. Auðvitað er rétt að það verður á endanum að samþykkja það sem eytt er í fjáraukalögum. Best væri auðvitað, eins og hér kemur fram, ef það væri bara samþykkt að ekki væru viðbótarfjárveitingar frá því sem áður hefur verið. Ég held að það væri mjög af hinu góða.

Allt í sambandi við ónýttar fjárveitingar þarf að skoða. Stundum hefur sú gagnrýni komið fram að ríkisstofnanir eða þeir sem fá féð þar verði að eyða því öllu því að annars lækkar fjárveitingin næsta ár. Það er náttúrlega líka alveg, ef ég má nota orðið, hundómögulegt. Það gengur ekki en þetta verður allt að skoða og ræða og eins og ég segi (Forseti hringir.) finnst mér við vera að færast svolítið nær því að þetta komist í betra horf en verið hefur hér.