143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[21:43]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ef ég skil orð hv. þingmanns rétt hefði það sparað ríkinu mikið að hafa áfram sömu ríkisstjórnina og var hérna á síðasta kjörtímabili. Við ráðum þar víst ekki einar för þó að hagsýnar húsmæður séum.

Aðeins varðandi þær tekjur sem ríkið hefur verið að afsala sér. Það kom fram í umræðunni áðan að samkvæmt Hagstofunni er framlegðin á síðasta ári hjá útgerðinni 80 milljarðar eftir veiðigjöld. Það hefur líka komið fram varðandi ferðaþjónustuna, þar sem vaskurinn var áfram 7% í stað 14% eins og áætlað var að hækka í, að fjöldi erlendra ferðamanna er kominn vel yfir 700 þúsund á ári og í nóvember er tvöföldun frá sama tíma í fyrra. Allt (Forseti hringir.) bendir til þess að þessar tvær greinar hefðu getað staðið undir auknum veiðigjöldum og virðisaukaskatti. Mig langar að heyra viðbrögð hv. þingmanns við þessu.