143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[21:44]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil fyrst koma inn á það sem ég talaði um í fyrra andsvari, þetta varðandi ríkisstjórnarskipti. Ef það væri einhver ákveðin upphæð sem væri hægt að hlaupa upp á væri hægt að sjá fyrir slíkum útgjöldum í slíkri upphæð og hún afgreidd síðar.

Það er enginn vafi á því að útgerðin er á blússandi fart. Ég segi enn og aftur að ef atvinnuvegirnir borga ekki til samfélagsins verður fólkið að gera það nema við ætlum að skera niður samfélagsþjónustuna. Ég hef orðið fyrir vonbrigðum með atvinnuvegina af því að mér finnst þeir óábyrgir, (Forseti hringir.) samfélagslega óábyrgir. Þá á ég ekki við samfélagslega ábyrgð (Forseti hringir.) í nýtískuorðaleikjum, að það sé að veita einhverja styrki (Forseti hringir.) hingað og þangað, heldur að (Forseti hringir.) taka þátt í því að (Forseti hringir.) reka samfélagið.

(Forseti (SilG): Forseti biður hv. þingmenn um að virða tímamörk.)