143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[11:40]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við í Bjartri framtíð teljum að það séu of margir liðir sem eiga ekki heima í fjáraukalögum og munum sitja hjá að mestu, ekki vegna þess að við höfum eitthvað sérstaklega á móti þessum fjárveitingum í sjálfu sér sem fara margar til góðra verka, en þær eiga ekki heima í fjáraukalögum. Ég vænti þess og vonast til þess að fjáraukalög næsta árs verði mun minni í sniðum.