143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[11:41]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Eftir ekki svo langa umræðu, hvorki í fjárlaganefnd né í þinginu, erum við að taka hér til afgreiðslu fjáraukalagafrumvarp fyrir árið 2013.

Hér var farið ágætlega yfir hvað hefur breyst til batnaðar. Það er svo kannski sýnu verra sem hefur fyrst og fremst að gera með þær ábyrgðir sem núverandi ríkisstjórn hefur tekið en við munum óska eftir sératkvæðagreiðslum á nokkrum stöðum þar sem við teljum að gera hefði mátt betur.

Að sjálfsögðu hvetjum við svo þingheim til að samþykkja þær breytingar sem minni hluti fjárlaganefndar leggur til á eftir.