143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[11:50]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Fyrsta mál ríkisstjórnarinnar á sumarþingi var að falla frá hækkun á virðisaukaskatti á gistingu. Þetta eru 500 milljónir í ár og 1,5 milljarðar á næsta ári. Við erum mjög ósátt við þetta fyrsta verk og teljum að ganga þyrfti í að hækka virðisaukaskattinn upp í 14%, ef ekki hærra, til að fá meiri tekjur af ferðamönnum.