143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:03]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegi forseti. Hér hverfa á einu bretti 550 millj. kr. styrkir frá Evrópusambandinu vegna aðildarumsóknar Íslands. Ég vildi gera grein fyrir afstöðu Bjartrar framtíðar í þessu máli. Við erum andvíg þessum lið vegna þess að um er að ræða pólitíska ákvörðun núverandi ríkisstjórnar. Það er nauðsynlegt að árétta að ekki er hægt að umgangast Evrópusambandið eins og veðrið eins og hæstv. ríkisstjórn stundum gerir þar sem menn eru sífellt hissa á því sem þaðan kemur. Það er pólitísk ákvörðun um að hætta aðildarviðræðunum og þess vegna segjum við: Nei, við erum á móti þessari ákvörðun.