143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:11]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Alltaf er maður að heyra eitthvað nýtt. Þegar hv. þingmaður, eðalkratinn Kristján Möller, kvartar undan rauða litnum og er aðeins með eitt slíkt merki í barminum þá er ýmislegt orðið öfugsnúið. En án alls gríns þá fer hv. þingmaður alveg hárrétt með að þetta fari í ríkissjóð. Síðan tökum við ákvörðun um hvað verður gert með það. (Gripið fram í.) Það er í rauninni algerlega í samræmi við þá ákvörðun hv. síðustu fjárlaganefndar, sem góð samstaða var um og ég vona að verði í hv. núverandi fjárlaganefnd, að við drögum úr mörkuðum tekjum. Þær eru ekki skynsamlegar. Við getum síðan lagt þess vegna tvöfalt meira í hið mikilvæga verkefni sem hv. þingmaður nefndi en við erum ekki með neinum hætti að koma í veg fyrir að við förum í það verk að ljósleiðaravæða eða styrkja fjarskipti á landsbyggðinni. (Gripið fram í.) Það er bara ekki rétt.(Gripið fram í.)