143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:38]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þegar kemur að fjármálaákvörðunum hef ég sjálfur mikla tilhneigingu til að hugsa með höfðinu en þegar ég var að velta þessu fyrir mér með höfðinu varð mér hugsað til skröggs nokkurs úr víðfrægri sögu og ég minntist þess að í þeirri sögu lærði hann ekki neina hugarfarslega lexíu aðra en þá að hugsa með hjartanu. Nú legg ég það ekki á hið háa Alþingi að hugsa með hjartanu heldur vil ég leggja það á hið háa Alþingi að hugsa með hausnum og gefa atvinnulausum færi á að hugsa með hjartanu. (ÖJ: Þeir hugsa með maganum, margir.)