143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:57]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum á móti þessari breytingartillögu meiri hlutans. Þarna er um að ræða, mundi ég segja, raunverulega ófyrirsjáanlegt atvik, fjárdrátt, og það tók mörg ár að koma í ljós hvort eitthvað fengist upp í kröfuna. Miðað við þá ótal liði í þessu fjáraukalagafrumvarpi sem snúa að hefðbundinni íslenskri framúrkeyrslu finnst mér mjög skrýtið að meiri hlutinn hafni þessari beiðni utanríkisráðuneytisins.(Gripið fram í.)