143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:58]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér í þessari atkvæðagreiðslu að taka undir með hæstv. utanríkisráðherra sem tjáði sig um þetta mál í umræðum um málið og sagði að það hlytu að vera mistök hjá meiri hluta fjárlaganefndar að leggja þessa tillögu til. Hér er um mjög sorglegan atburð að ræða sem menn eiga kannski ekki að hafa mörg orð um. Þetta er skaði sem við verðum öll fyrir sem skattgreiðendur og það er lítið annað að gera en taka hann inn og láta hann ekki lenda á annarri starfsemi utanríkisráðuneytisins. Það er mjög sérkennileg meðferð og ég held að hún sé óvenjuleg.

Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði greiðum atkvæði gegn þessari tillögu og vonumst til þess að meiri hluti þingsins geri það sömuleiðis.