143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[13:13]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það væri óskandi að hér væri stefnubreyting á ferð. Svo er ekki. Hér er stjórnarmeirihlutinn að leiðrétta sín eigin mistök vegna þess að hann kom einfaldlega ekki fram þeim niðurskurði sem hann ætlaði.

Að leiðrétta sín eigin mistök verður að vera á ábyrgð stjórnarmeirihlutans. Það er ákaflega fallegt af hluta stjórnarandstöðunnar að vilja hjálpa ríkisstjórninni við að leiðrétta mistök sín, en það teljum við að hún verði bara sjálf að gera (Gripið fram í: …tillögur.) og þeir sem samþykktu þessar fjárveitingar í upphafi sem stjórnarmeirihluti hér og samþykktu sóknaráætlun og samþykktu framlög til nýsköpunar þurfa ekkert að sanna hvar þeir standa í þessum málum með því að hjálpa ríkisstjórninni út úr vandræðum sínum. Við höfum staðið með nýsköpunar-, tækniþróunar- og rannsóknasjóðum alla tíð. [Háreysti í þingsal.] (Gripið fram í: Þar til nú.)