143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[13:23]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Við í Bjartri framtíð greiðum atkvæði gegn þessum lið. Hér er verið að taka þriggja ára þverpólitískt verkefni með fjölmörgum góðum hugmyndum og kasta því út um gluggann og búa til nýjan lið sem heitir Græna hagkerfið og verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða og fornleifa o.fl., og það er akkúrat ekkert í því verkefni sem getur kallast grænt. Þetta er algerlega fáránleg aðgerð sem hér er verið að framkvæma, búa til húsafriðunarnefnd undir forsætisráðuneytið. Við megum þakka fyrir að hæstv. forsætisráðherra hefur ekki áhuga á veðri sérstaklega, þá mundi hann færa Veðurstofuna undir forsætisráðuneytið.

Þetta er ákaflega einkennileg stjórnsýsla sem hér er á ferð, að eitthvert sérstakt áhugamál hæstv. forsætisráðherra sé tekið og fært undir hans ráðuneyti. Hvers lags stjórnsýsla er það? Við segjum nei.