143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[13:35]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er með mikilli ánægju að ég kem hingað upp og segi þingheimi frá því að hér hefur öll fjárlaganefnd komist að samkomulagi um að flytja þessa góðu tillögu. Hv. þm. Bjarkey Gunnarsdóttir frá Vinstri grænum hefur verið ötull baráttumaður fyrir fatlaða íþróttamenn. Samstarfið um þetta mál var ánægjulegt og gott og náðist mikil og góð sátt um það í nefndinni. Þessi fjárheimild kom ekki inn í frumvarp til fjáraukalaga og því gerir fjárlaganefnd öll tillögu um að heimila að endurgreiða virðisaukaskatt af sérhæfðum íþróttabúnaði fyrir fatlaða íþróttamenn.

Virðulegi forseti. Það er rétt að segja frá því hér að nú þegar er komin tillaga inn í fjárlög fyrir 2014 um að þessi lagagrein komi jafnframt inn þar.