143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[16:17]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Talað var um stóru fyrirtækin og að það sé verið að minnka möguleika þeirra úr 100 niður í 75 milljóna frádrátt. Þau eru náttúrlega í annarri stöðu en þau allra smæstu. Þau allra smæstu eru kannski ekki í eins góðum færum og hin stóru til að fjármagna sig með öðrum hætti.

Síðan þegar komið er inn á sjávarútveginn og að hann hefði átt að greiða meira er einmitt staðan þannig núna að hann hefur aldrei greitt meira í ríkissjóð en akkúrat núna. Það eru mjög góðar fréttir.