143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[17:28]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Já, ég þakka hv. þingmanni fyrir greinargóð svör. Ég er ósammála því að hér sé um einhverja nauðung að ræða. Við erum hins vegar alveg skýr með þær aðstæður sem eru uppi, gríðarlega háir vextir sem sliga allt bótakerfið. Við þurfum að takast á við það. Ég minni á að fram undan eru niðurstöður sérfræðingahóps um verðtryggingu og ég hef mikla trú á að það muni hjálpa til.

Ég vil aðeins koma inn á nýsköpunina, er sammála því að það er ávísun á framtíðarhagvöxt, en við erum í raun og veru — og það kemur fram í áliti meiri hluta nefndarinnar — að auka framlagið til nýsköpunar þó að ég vildi gjarnan sjá meira.