143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[21:09]
Horfa

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var athyglisvert að sjá að eitt af því sem þeir sýndu mér var lítil stáltromla sem skipti mjög miklu máli fyrir virkni á heilli vélasasamstæðu, en þróunarkostnaðurinn við hana var ekki nema 800 þúsund. Þeir uppfylltu því ekki reglurnar eins og þær eru núna þar sem lágmarkskostnaðurinn er 1 milljón til þess að mega vera frádráttarbær. Þeir sögðu: Það er svo mikilvægt fyrir svona fyrirtæki eins og okkar, sem er ekki stærra en þetta en samt í mikilli þróun og tækniþróun, að geta farið aðrar leiðir. Ég nefndi hér fyrr í dag þá hugmynd hvort við gætum tekið þetta gólf niður með einhverjum hætti. Þeir áttu hugmynd sem þeir gaukuðu að mér, að þeir fengju t.d. að draga tryggingagjald frá vegna starfsmanna sem væru settir í svona þróunarverkefni því að það eykur þekkingarstig fyrirtækjanna og skilar betri starfskrafti að öllu leyti ef þau hafa svigrúm til þess að hafa fleiri á launaskrá og setja starfsfólk á tímum þegar minna er (Forseti hringir.) að gera í þróunar- og þekkingarverkefni af þessum toga.