143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[21:16]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður minntist líka á Fæðingarorlofssjóð. Ég ætla að spyrja hana beint hvort hún geti aðhyllst skoðun mína í því að þetta séu bara skilaboð til ungs fólks. Það var búið að setja fram áætlun um hvernig fyrirkomulagið ætti að vera eftir nokkur ár. Þetta eru bara skilaboð til fólks, ungs fólks eða fólks sem eignast börn aðeins eldra, að það sé út af fyrir sig enginn áhugi á því lengur að auðvelda því lífið, hjálpa því og styðja það á fyrstu árum barnsins.

Eru þetta ekki (Forseti hringir.) alveg skýr skilaboð: Þið bara getið meira eða minna átt ykkur sjálf?