143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[21:26]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég þakka forseta góða fundarstjórn á þessum ánægjulega fundi okkar alþingismanna á þessu fallega kvöldi á aðventunni. Við áttum nokkur orðaskipti í upphafi kvöldfundarins kl. 20, ég og virðulegur forseti, um það hve lengi væri fyrirhugað að halda fundinum áfram. Forseti hafði þá á orði að hann mundi reyna að hafa svör um það hálftíma eða klukkutíma síðar. Nú er sá tími liðinn og gott betur þannig að ég ætla bara að nota tækifærið og inna virðulegan forseta eftir því hvenær fyrirhugað er að umræðunni ljúki í kvöld þannig að þingmenn geti farið til síns heima og hvílst fyrir þá þýðingarmiklu umræðu, þýðingarmestu umræðu ársins, sem hefst á morgun, 2. umr. fjárlaga.