143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[21:58]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa útskýringu. Er rétt skilið hjá mér að eftir sem áður er gert ráð fyrir að þessi aðgerð þýði um 300 millj. kr. í lægri útgjöld af hálfu ríkisins? Það er óbreytt viðmið hvað það snertir, en það kann að verða einhver tilflutningur á milli fyrirtækja, að einhverjir geta eftir sem áður náð 20 prósentunum og fengið það sem þeir hefðu fengið væri lögunum ekki breytt yfirleitt, en aðrir munu fá minna. Það eru væntanlega fyrirtæki sem eru með meiri upphæðir undir í þessu efni. Það er þetta sem ég mundi vilja fá útskýringar á.

Ég ítreka það sem ég spurði líka að og þingmaðurinn náði ekki að svara á þessum stutta tíma, sem er: Veit þingmaðurinn til þess að það liggi fyrir einhverjir útreikningar á bak við breytingartillögu meiri hlutans inni í nefndinni til að mynda sem sýna áhrifin á einstakar gerðir fyrirtækja, (Forseti hringir.) ekki einstök fyrirtæki heldur einstakar gerðir eða stærðir fyrirtækja?