143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[22:06]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að segja að ég er mjög hugsi yfir viðfangsefnunum þessa dagana, fjáraukalagafrumvarpi, bandorminum núna og fjárlagafrumvarpinu sem við erum að fá, vegna þess að kannski eru ekki til skýrari pólitísk plögg en nákvæmlega þessi gögn, þ.e. þar sem forgangsröðun og áherslur nýrrar ríkisstjórnar koma fram alveg nákvæmlega eins og hún vill hafa þær.

Þess vegna langar mig að biðja hv. þingmann að velta þessum pólum aðeins fyrir sér. Ég verð að segja sjálf að ég hef ekki séð svona hægri sinnaða ríkisstjórn í annan tíma. Þá er ég að tala um að fara þessa grimmu leið skattalækkana og niðurskurðar. Óttast hún ekki kælingaráhrifin í hagkerfinu sem stafa af þessari lamandi hendi sem ber alls staðar niður? Ég spyr til dæmis hversu mörg störf séu undir í öllum þessum niðurskurði sem hér er annars vegar, (Forseti hringir.) að ég tali nú ekki um að hér er verið að draga úr jöfnuði í hverju málinu á fætur öðru.