143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[23:33]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð síðasta ræðumanns. Það líður að miðnætti og það væri mjög gott að fá að vita hvort menn ætla að halda fund langt inn í nóttina. Við vitum öll að það eru þungir fundardagar fram undan og ég held að við séum bættari með að fá eðlilegan nætursvefn og takast á við verkefnin á þeim tíma dags sem venjulegt fólk vakir en vera ekki að gera það hálfsofin inn í nóttina.

Ég segi líka að hér mættu vera fleiri þingmenn úr stjórnarflokkunum og taka þátt í umræðunni. Þó nokkrir hafa gert það í kvöld með fullri virðingu fyrir þeim. Það er mjög gott en ég sakna þess að það koma ekki fleiri. Miðað við það sem var rætt undir liðnum um störf þingsins hélt ég að menn hefðu áhuga á að taka meiri þátt í umræðunni þegar eftirspurnin væri eftir því.