143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[23:35]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla að fá að taka undir ósk um að fá að vita hvert stefnir með þinghaldið í kvöld. Við erum búin að vera ansi mörg kvöld í röð lengi fram eftir og ýmsir hér orðnir býsna lúnir og þætti gott, líka til að geta gert einhverjar áætlanir, að fá að vita hvernig menn ætla að halda þessu áfram.

Síðan langar mig líka að nefna hér að ég sakna þess að stjórnarþingmenn séu ekki meiri þátttakendur í umræðunni. Við erum búin að fara yfir það í kvöld hvers konar beygju inn á brautir ójöfnuðar þau frumvörp sem við höfum verið að ræða hér, fjárlagafrumvarpið og fjáraukalagafrumvarpið, hafa tekið. Stórpólitískar breytingar á íslensku samfélagi eru boðaðar í þessum frumvörpum og ég sakna þess ekki síst að heyra í félagshyggjudeild Framsóknarflokksins hvort hún sé sátt við þá leið sem verið er að fara. Það mundi liðka (Forseti hringir.) mjög fyrir störfunum ef þessir aðilar kæmu hingað og tækju þátt í umræðunni.