143. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[00:19]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er kannski of yfirgripsmikil umræða til að taka á einni mínútu, en grundvallaratriðið í ákvörðuninni um skrásetningargjöldin er í fyrsta lagi að þau eiga að snúast um að greiða fyrir tiltekinn kostnað. Ef við föllumst á að skrásetningargjöldin eigi að dekka ákveðinn kostnað og ef við föllumst á að sá kostnaður hafi virkilega hækkað úr 60 þús. kr. í 75 þús. kr. á tveimur árum er það í hæsta máta undarlegt að skrásetningargjöldin renni þá ekki beint til skólanna til að mæta þessum kostnaði, heldur fari í raun og veru í það að greiða niður hallann á ríkissjóði.

Án þess að við tökum stóru umræðuna um skólakerfið finnst mér hreint út sagt þessi tilhögun í raun og veru ekki ganga upp röklega.